tisa

fimmtudagur, maí 14, 2009

Hvaða Jón?

Ég er búin með þýsku 103.
Altalandi þýsku.
Semí.

Íslenska á morgun.
Þrátt fyrir að vera altalandi íslensku og að hafa unnið stílvopnsverðlaun Seljaskóla í denn er ég efins um að ná íslenskunni.
En við sjáum til.

Maí (besti mánuður í heimi) er hálfnaður og bara tvær vikur í afmælið hennar Tinnu.
Þá get ég orðið fyllibitta löglega.
En gaman.

Ég fékk skóna mína í gær sem ég pantaði á íbei.
Vindbarinn póstmaður kom með þá upp að dyrum og heimtaði 1800 kall fyrir vikið.

Svosum ekkert frásögufærandi að gerast.
Næst þegar ég blogga ætla ég segja einhverja magnaða lygasögu.

Ætla að fara að pína heilann minn með því að fræðast um löngu dauða gaura sem hétu allir Jón eða Jónas  og voru allir prestar og sömdu allir kvæði árið 15, 16 eða 17 hundruð og eitthvað.... Skiptir það máli svosem?

En fyrst!

Serrjós!!!

Jíha.

tisa at 11:47

0 comments

föstudagur, apríl 24, 2009

Nennleikinn í lágmarki

Sumarið er byrjað.
Ehhhh....

Dagurinn var samt eiginlega týpískt íslenskt sumar í heild.
Ekkert það hlýtt og meiri rigning en maður kærir sig um en þó örlítið sólskin inni á milli.

En ég var að sjálfsögðu í vinnunni.
Sjoppudama af lífi og sál.
Sjoppudaman barðist við brjáluð unglingagengi sem keyptu næstum alla orkudrykkina í sjoppunni og urðu enn brjálaðari.  
Hún dílaði við börn sem gengu um á einhverskonar kengúruprikum sem maður festir við lappirnar á sér og skoppuðu út um allt.  
Mattsattax, Mattsattax!!! Görguðu þau í kór.
Svo fraus lottóvélin.
Gaurinn sem gaf mér bjór í vinnunni af því ég gat giskað á hvað hann væri gamall kom og við spjölluðum um hvort hann ætti frekar að hafa pinnamat eða snakk í partíinu sínu.


Ég sit hér alein í myrkrinu og nenni ekki að standa upp til að kveikja ljósið.
Er að jafna mig eftir daginn.
Átti ekki neinn mat svo ég borðaði eintómt pasta og síðan smá haframjöl af því að ég nennti ekki út í búð.
Ég horfði á tvær leiðinlegar myndir.
Ég horfði á tvo skemmtilega þætti.
Og til að enda þetta kvöld með stæl ætla ég að lesa bók um neanderdalsmenn.

Líf mitt er villt og tryllt og mig langar í vínglas.
Bara ef ég nennti að standa upp.



tisa at 00:09

3 comments

mánudagur, apríl 20, 2009

Upprisin

Ég er komin aftur. 
Aftur.

Ástæðan fyrir því að ég blogga sjaldan er margþætt.
E Channel, Facebook og sú staðreynd að engin nema systir mín les þetta vegur mest þar.

Á þessum mánuði sem liðin er frá því að ég skrifaði hér seinast hefur margt gerst.
Bara ekki í mínu lífi.
Ég er í skólanum bara.
Nú, og í vinnunni.
Ég fer í próf af og til og skálda stórkostlega í eyðurnar þar.
Ég fór í munnlegt próf í þýsku og vissi ekki að ég ætti að vita hvað pabbi hennar Elínar heitir og hvernig hund hún á.
Ígghh læse nígght læsebúghhenn!!! sagði ég á reiprennandi þýsku og fékk 6 í prófinu.
Svo skrópaði ég stíft og las bók um steinaldarstelpuna Aylu í staðin fyrir skólabók.

Kannski að stærstu fréttirnar séu þær að ég er ólétt.
Já, eða svo segir eitthvað random fólk sem ég hitti í sjoppunni og úti á götu.

Kúnni: Heyrðu!! Hvað ertu eiginlega komin langt á leið?
Fituhlussan ég:  Án djóks?
Kúnni:  Já, nei bara sko... Ég er bara forvitin því konan mín er ólétt líka.
Fituhlussan ég: LÍKA?
Kúnni: já....

Aldrei á ævinni hef ég séð neinn roðna jafn mikið eftir að ég tilkynnti honum að ég væri sko ekki ólétt og maður á aldrei ALDREI að spyrja stúlkur hvort þær séu ófrískar nema þær séu gengnar að minnsta kosti 9 mánuði og maður rekist á þær upp á fæðingadeild.  ALDREI!

Þetta var ekki einangrað tilfelli þar sem að ég frétti að einn fastakúnninn hefði verið spyrjast fyrir um hvort ég væri ólétt líka.

Haldið kjafti!!!
Mér finnst bara Vogaídýfa góð.
Ókei!


Páskarnir komu og fóru og ég borðaði páskaegg frá Nóa Siríusi númer fjögur.
Ég fór í tvær fermingar.
Og ég fór í þónokkra göngutúra.
Fór á smávegis fyllerí.
Fór á hausinn.
Þakkaði mínum sæla fyrir að eiga vísakort.
Ég keypti mér alltof dýra skó.
Þakkaði aftur mínum sæla fyrir vísakortið góða.
Eldaði góðan mat.
Eldaði vondan mat.
Rökræddi um kisunöfn.
Barbara Walters og Clint Eastwood komu sterkt til greina.
Og hafði það bara notalegt yfir höfuð.

En nú er skólinn byrjaður aftur og dauðinn er yfirvofandi.
Það er lokaprófið í íslensku.
Dauði.

Það sagði mér stelpa að ég væri í flottum kjól í vinnunni.
OG ÞAÐ VAR SKO BIRGITTA FOKKING HAUKDAL.

Og hún er ólétt.
Eða bara fituhlussa eins og ég.







tisa at 11:13

2 comments

föstudagur, mars 13, 2009

Undur

Alein heima með úfið hár.
Er búin að horfa á þrjár E True Hollywood Story þætti núna.
Seinfeld sagan.
The Cosby Kids sagan.
Friends sagan.
Heillandi allt saman.

Ég hefði kannski átt að nýta tímann í að lesa ótrúlega leiðinlegu kjörbókina mína.
Íslenskar bókmenntir heilla mig ekki.
Og mér finnst Laxness leiðinlegur.
Ég held samt að það sé bannað að hafa þá skoðun.

Ég ætla að eyða helginni í vinnunni.
Ég ætlaði að byrja að vinna á undarlegum veitingastað.
Ég fór í undarlegt atvinnuviðtal þar sem var spurð undarlegra spurninga á undarlegri ensku af undarlegum manni.
Maðurinn virtist frekar undrandi þegar ég afþakkaði svo starfið.

Þannig ég ætla að halda mig í einni vinnu.
Sjoppudama af lífi og sál.
Eða svona smá.
Er ekki alveg viss hvort það sé mín köllun í lífinu.

Ástralía kallar á ný og ég þarf að fara að spara fyrir næstu ferð.
Kemst kannski eftir ár.
Ef ég ætla að vera sjoppudama þá vil ég allavega vera sjoppudama á meira spennandi stað en Garðabænum.
Garðabærinn er ekki alveg nógu famandi fyrir minn smekk.

En í augnablikinu er ég ánægð í kotinu mínu í Grafarvogi.

Fór meira að segja í gönguferð um voginn.
Það var eftir að ég var búin að horfa á 20 Sexiest Pop Stars í sjónvarpinu.
Ég ákvað ég væri ógeðsleg og svo drullaði ég mér út í göngutúr.

Ég verð að hætta að horfa á E! Channel.





tisa at 17:26

0 comments

þriðjudagur, mars 10, 2009

Fallegir hlutir

Þjáningar mínar eru loks á enda.
Þökk sé pillum.
Ég stend í þakkarskuld við herra Alexander Fleming fyrir að hafa fattað upp á pensilíni.
Takk Flemmi.

Streptókokkar er ógeðslega sársaukfullt fyrirbæri.
Það heitir líka ógeðslegu nafni.


Þegar ég drekk þá fer drykkurinn út um nefið mitt.
Það er asnalegt og óþægilegt og kenni ég veika hálsinum um.
Trópí með aldinkjöti var verst að fá út um nefið mitt.
Það að ég var í vinnunni á meðan það gerðist bætti ekki úr skák.

En að fallegri hlutum.

Stjörnuhrap.
Súkkulaði.
Silfur kjóllinn minn.
Hvolpar.
Túlípanar.
Dúnsængur.
Gullfoss.
James Franco.
Stóllinn sem ég sá í IKEA.
Norðurljós.
Jarðaber.
Heimilið mitt.
Múmínálfar.




Ætla að  fara að tala við sjálfa mig.
Barack Obama er umræðuefnið.
Kúl gæji.










tisa at 00:30

0 comments

þriðjudagur, mars 03, 2009

Smámál

Tinna er hungruð og henni er líka kalt.
Illt í hálsinum og með örlítinn varaþurrk.
Skítugt hár en nennir ekki að þvo það.
Hún er löt og pirruð.
Og á bilaðan bakaraofn.

Mér leiðst að skafa af bílnum.
Mér leiðist enn meira að setja bensín á hann.
Og ég hef ekki þvegið hann í tvö ár.
Vinnan mín er frekar einmannaleg og leiðinleg.
Það er 38 karlmaður stanslaust að reyna við mig.
Mér finnst það ekki gaman lengur.

Ég keypti mér seinast föt í nóvember.
Það voru aðallega hlírabolir.
Hvítur hlírabolur.
Bleikur.
Svartur.
Og annar svartur.

Ég þori ekki í jaxlatöku og beilaði undir því yfirskini að ég ætti ekki efni á því.
Ég ætla ekki að kjósa og ég fylgist ekkert með þróun kreppumála.
Það er af því að mér er alveg sama um þetta.

Ég get ekki hætt að naga á mér neglunar.
Ég get heldur ekki hætt að reykja.
Það er af því að mig langar ekki til þess.
Í staðinn minnkaði ég bæði til þess að friða samviskuna.

Ég er í alvörunni pínulítið kvíðin fyrir því að klára Friends seríurnar.
Veit í hverju ég á að sóa lífinu eftir það.

Ég fæ harðsperrur af því að skúra.


Samt er ég bara frekar kát.
Svona á milli pirringa.





tisa at 15:24

0 comments

föstudagur, febrúar 27, 2009

Kæliskápsmorð

Í dag afrekaði ég það að mæta í alla tímana í skólanum og það á réttum tíma.
Eftir skóla skrifaði ég hreint út sagt frábæra enskuritgerð.
Ég endaði hana meira að segja á málshætti.
Ég mun aldrei ljóstra upp hvaða málsháttur það var.
En ég skrifaði hinsvegar þetta í ritgerðina mikilfenglegu:
The soldier decided to desert the dessert in the desert.
Svo glósaði ég 6 kafla í stærðfræði og hugsaði um súkkulaðiköku á meðan.
Auðvitað horfði ég líka á tíu þætti af Sex in the City.
Ég er bara stolt af mér.


Ég held að ég þurfi að myrða ísskápinn.
Það myndi ekki bítta neinu.
Hann er hvort sem er tómur.


Sprengidagurinn er búinn.
Kom og fór.
Ég var búin að hlakka til að fara í saltkjöt og baunir til mömmu lengi vel.
Mmm saltkjöt og baunir! Hugsaði ég með tilhlökkun í hjarta.
Þegar ég svo fékk mitt saltkjöt og mínar baunir fattaði ég að mér finnst það bara ekkert gott.
Ég veit ekki afhverju mig minnti að mér fyndist þetta gott.
Mikil vonbrigði.

En bollurnar voru Góðar.
Með stóru G.





tisa at 01:16

1 comments